Erlent

Ekki bindandi samkomulag

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig.

Samkomulagið, sem ekki er bindandi, hefur vakið blendin viðbrögð en ráðstefnugestir hafa rætt samkomulagið í alla nótt. Því hefur nú verið hafnað af fulltrúum fátækari ríkja sem töldu að það gengi ekki nægilega langt í að stemma stigu við hlýnun jarðar. En til að ná opinberu og bindandi samkomulagi þurfa allar 193 þjóðirnar að leggja blessun sína yfir það.

Loftslagsráðstefnunni, sem hefur staðið yfir í tvær vikur, lauk formlega í gær en umrætt samkomulag verður borið undir atkvæði fulltrúa allra landa sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.