Innlent

Þrír menn handteknir um borð í skútunni

Frá Hornafirði í dag.
Frá Hornafirði í dag. MYND: Sigurður Mar

Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför.

Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi. Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Þrír menn voru handteknir í sömu aðgerð í gærkvöld. Þeir voru allir úrskurðaðir í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í kvöld.
Tengdar fréttir

Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar

Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Smyglskúta á flótta

Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.

Gæsluvarðhald til 11. maí

Búið er að leiða alla þrjá mennina sem voru handteknir á Austurlandi í dag fyrir dómara. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.

Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum

Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.

Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði

Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna.

Smyglskúta enn ófundin

Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.