Innlent

Þrír menn handteknir um borð í skútunni

Frá Hornafirði í dag.
Frá Hornafirði í dag. MYND: Sigurður Mar

Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför.

Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi. Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Þrír menn voru handteknir í sömu aðgerð í gærkvöld. Þeir voru allir úrskurðaðir í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í kvöld.

Tengdar fréttir

Smyglskúta á flótta

Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.

Gæsluvarðhald til 11. maí

Búið er að leiða alla þrjá mennina sem voru handteknir á Austurlandi í dag fyrir dómara. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.

Smyglskúta enn ófundin

Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.