Innlent

Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði

Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk þess sem lögreglumenn eru á vettvangi.

Þegar haft var samband við varðstjóra Landhelgisgæslunnar vildi hann ekki tjá sig um málið. Yfirlögregluþjónninn á höfuðborgarsvæðinu Friðrik Smári Björgvinsson, vildi ekkert um málið segja, en sagði að von væri á tilkynningu síðar í dag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.