Innlent

Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar

Valur Grettisson skrifar

Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornafirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Málið vakti furðu þar sem maðurinn skildi skútuna eftir yfir heilan vetur á síðasta ári. Hann skuldaði hafnargjöld og því var farið að grennslast fyrir um skútuna. Grunur vaknaði um að hún væri stolinn frá Hollandi. Haft var uppi á eiganda skútunnar, sem reyndist einn hinna þriggja sem hefur verið handtekinn vegna smyglsskútunnar við í Hornafirði.

Að lokum kom í ljós að maðurinn hafði keypt stolna skútu frá Hollandi sem hann sigldi svo til Íslands. Ekki var talið að hann hefði orðið uppvís af neinu saknæmu þá. Alþjóðadeild ríkislögreglustjórans kannaði málið vegna stolnu skútunnar og var haft upp á upprunalegu eigendunum. Að lokum var skútunni komið í hendur þeirra, enda reyndist hún 20 milljón króna virði.

Ekki er vitað hvort hinn handtekni hafi smyglað fíkniefnum til landsins í það skiptið, en samkvæmt heimildum Vísis þá gekk hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum frá skútunni, og lét síðan ekki sjá sig í heilan vetur.


Tengdar fréttir

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×