Innlent

Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot

Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot. Þetta staðfestir lögreglan.

Mennirnir voru handteknir í grennd við Djúpavog í gærkvöldi. Grunur leikur á að þeir hafi verið að taka fíkniefni úr skútu sem nú siglir nálægt Höfn í Hornafirði.

Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi handsamað þá sem stjórna skútunni en umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi samkvæmt íbúum bæjarins. Þar mátti sjá þyrlur sveima.

Þær eru núna lentar en Fokker flugvél tók á loft fyrir nokkru.
Tengdar fréttir

Smyglskúta á flótta

Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði

Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.