Erlent

Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember.
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember. MYND/AP
Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. Æfingar eru þegar hafnar því um það bil 200 mótmælendur frá 22 löndum komu saman um síðustu helgi á Nørrebro til að samhæfa aðgerðir fyrir ráðstefnuna. Þegar er vitað að mótmælin verða áköfust undir lok ráðstefnunnar en þá verða allir háttsettustu fulltrúarnir mættir til að missa ekki af lokaathöfninni, segja mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×