Mótmælt sjötta daginn í röð 18. júní 2009 12:27 Búist er við fjölmennum mótmælum í Íran sjötta daginn í röð vegna úrslita forsetakosninga þar í landi fyrir tæpri viku. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur til að bera vitni fyrir helgina vegna rannsóknar á ásökunum um kosningasvik. Forsetaframbjóðandinn Mir Hossein Mousavi sem varð annar í forsetakjörinu fyrir tæpri viku hvatti í dag stuðningsmenn sína til að halda áfram mótmælum en með friðsömum hætti. Mousavi krefst þess að kosið verði aftur og sakar Mahmoud Ahmadinejad, endurkjörinn forseta, og fylgismenn hans um kosningasvik. Í morgun bað hann stuðningsmenn sína um að taka þátt í göngu eða mætt í moskur í dag og minnst þeirra átta sem hefðu fallið í átökum í mótmælum á mánudaginn. Þar er Mousavi talinn vilja bjóða Ali Khamenei æðsta klerk Írans byrginn en hann mun flytja tölu við föstudagsbænir í dag. Þar er búist við að biðli til þjóðarinnar að sýna stillingu. Búist er við að fleiri taki þátt í aðgerðum stjórnarandstæðinga í dag en í gær en þá er talið að mótmælendur hafi verið einhvers staðar á bilinu 70 til 500 þúsund. Erlendum fréttamiðlum er gert afar erfitt að flytja fréttir af mótmælunum og fréttamönnum þeirra bannað að fylgjast með þeim. Nokkrir hafa verið handteknir. Greint var frá því í morgun að byltingarráðið í Íran sem rannsaka mun ásakanir um kosningasvik hefði kallað Mousavi og hina tvo frambjóðendurna sem lutu í lægra haldi fyrir Ahmadinejad, þá Mohsen Rezai og Mehdi Karroubi til að bera vitni. Í yfirlýsingu segir að ráðið hafi byrjað að kanna nærri 700 umkvartanir frá frambjóðendunum og öðrum um framkvæmd kosninganna. Fyrr í vikunni tilkynnti ráðið að atkvæði í nokkrum kjördæmum yrði talin aftur en ekki yrði kosið upp á nýtt. Tengdar fréttir Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09 Átök í Teheran vegna úrslita forsetakosninganna Til átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í Teheran, höfuðborg Írans, í dag eftir að tilkynnt var að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í kosningum í gær. 13. júní 2009 14:50 Lýsa báðir yfir sigri Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og keppinautur hans Mirhossein Mousavi hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningum í landinu. 12. júní 2009 21:00 Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10 Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14 Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12 Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi. 14. júní 2009 09:28 Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03 Forsetakosningar í Íran í dag Íranar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Stendur valið á milli sitjandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad, og Mir Hossein Moussavi, leiðtoga umbótasinna. 12. júní 2009 07:16 Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Búist er við fjölmennum mótmælum í Íran sjötta daginn í röð vegna úrslita forsetakosninga þar í landi fyrir tæpri viku. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur til að bera vitni fyrir helgina vegna rannsóknar á ásökunum um kosningasvik. Forsetaframbjóðandinn Mir Hossein Mousavi sem varð annar í forsetakjörinu fyrir tæpri viku hvatti í dag stuðningsmenn sína til að halda áfram mótmælum en með friðsömum hætti. Mousavi krefst þess að kosið verði aftur og sakar Mahmoud Ahmadinejad, endurkjörinn forseta, og fylgismenn hans um kosningasvik. Í morgun bað hann stuðningsmenn sína um að taka þátt í göngu eða mætt í moskur í dag og minnst þeirra átta sem hefðu fallið í átökum í mótmælum á mánudaginn. Þar er Mousavi talinn vilja bjóða Ali Khamenei æðsta klerk Írans byrginn en hann mun flytja tölu við föstudagsbænir í dag. Þar er búist við að biðli til þjóðarinnar að sýna stillingu. Búist er við að fleiri taki þátt í aðgerðum stjórnarandstæðinga í dag en í gær en þá er talið að mótmælendur hafi verið einhvers staðar á bilinu 70 til 500 þúsund. Erlendum fréttamiðlum er gert afar erfitt að flytja fréttir af mótmælunum og fréttamönnum þeirra bannað að fylgjast með þeim. Nokkrir hafa verið handteknir. Greint var frá því í morgun að byltingarráðið í Íran sem rannsaka mun ásakanir um kosningasvik hefði kallað Mousavi og hina tvo frambjóðendurna sem lutu í lægra haldi fyrir Ahmadinejad, þá Mohsen Rezai og Mehdi Karroubi til að bera vitni. Í yfirlýsingu segir að ráðið hafi byrjað að kanna nærri 700 umkvartanir frá frambjóðendunum og öðrum um framkvæmd kosninganna. Fyrr í vikunni tilkynnti ráðið að atkvæði í nokkrum kjördæmum yrði talin aftur en ekki yrði kosið upp á nýtt.
Tengdar fréttir Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09 Átök í Teheran vegna úrslita forsetakosninganna Til átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í Teheran, höfuðborg Írans, í dag eftir að tilkynnt var að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í kosningum í gær. 13. júní 2009 14:50 Lýsa báðir yfir sigri Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og keppinautur hans Mirhossein Mousavi hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningum í landinu. 12. júní 2009 21:00 Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10 Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14 Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12 Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi. 14. júní 2009 09:28 Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03 Forsetakosningar í Íran í dag Íranar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Stendur valið á milli sitjandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad, og Mir Hossein Moussavi, leiðtoga umbótasinna. 12. júní 2009 07:16 Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09
Átök í Teheran vegna úrslita forsetakosninganna Til átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í Teheran, höfuðborg Írans, í dag eftir að tilkynnt var að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í kosningum í gær. 13. júní 2009 14:50
Lýsa báðir yfir sigri Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og keppinautur hans Mirhossein Mousavi hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningum í landinu. 12. júní 2009 21:00
Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10
Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14
Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12
Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi. 14. júní 2009 09:28
Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03
Forsetakosningar í Íran í dag Íranar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Stendur valið á milli sitjandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad, og Mir Hossein Moussavi, leiðtoga umbótasinna. 12. júní 2009 07:16
Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49