Erlent

Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt

Stuðningsmenn Mahmoud Ahmadinejad, sitjandi forseta. Mynd/AP Mynd/AP
Stuðningsmenn Mahmoud Ahmadinejad, sitjandi forseta. Mynd/AP Mynd/AP

Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi.

Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti með töluverðum meirihluta atkvæða. Mótframbjóðendur saka forsetann um kosningasvik. Mótmælin í Teheran í gær munu þau mestu í landinu frá klerkabyltingunni 1979.

Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Stjórnarandstæðingar lögðu eld að vélhjólum lögreglumanna sem svöruðu með kylfuhöggum og táragasi. Meðal þeirra handteknu eru um tíu leiðtogar umbótasinna og stjórnarandstæðinga.

Langflestum þeirra sem öryggissveitir handtóku í nótt er gefið að sök að hafa skipulagt mótmælin en fjöldasamkomur voru bannaðar í Íran í gær. Rólegt var á götum Teheran í morgun.

Lögregla hefur reist vegatálma víða um höfuðborgina en búist er við fjölmenni á útifundi sem Ahmadinejad áformar að halda í dag þar sem hann fagnar sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×