Þróttur Reykjavík er úr leik í VISA-bikar karla eftir háðulegt tap gegn Víði í Garðinum. Keflavík sigraði á sama tíma lið Einherja.
Það þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til í leik Víðis og Þróttar en ekkert var skorað fyrr en liðin fengu að taka víti.
Víðir vann vítakeppnina, 3-2.
Keflavík lagði Einherja 2-0 með mörkum frá Stefáni Erni Arnarsyni.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.