Umfjöllun: Valur hirti toppsætið af Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2009 19:59 Kristín Ýr Bjarnadóttir, fyrir miðju. Mynd/Stefán Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Valur komst í 3-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur og einu frá Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum en það snerist skyndilega við þegar um hálftími var til leiksloka. Þá skoraði Anna Björg Björnsdóttir tvö mörk á fimm mínútna kafla og kom Fylki inn í leikinn á ný. En nær komust Árbæingar ekki og töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar að Hallbera Guðný fékk boltann á vinstri kantinum. Hún gerði sig líklega til að gefa boltann fyrir en fann ekki samherja. Hún skaut því sjálf að markinu og Björk Björnsdóttir, markvörður Fylkis, missti boltann undir sig á nærstönginni. Tæpum tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda. Dagný Brynjarsdóttir tók sprett upp miðjan völlinn og átti laglegan samleik við Kristínu Ýri.Það lauk með því að Kristín átti glæsilegt skot að marki sem hafnaði í slánni og inn. Björk markvörður átti ekki möguleika. Fylkir komst varla í sókn fyrsta hálftímann og Valur var nálægt því að komast þremur mörkum yfir þegar að Dóra María Lárusdóttir átti hættulegt skot að marki úr aukaspyrnu. Boltinn fór hárfínt yfir mark heimamanna. En á 33. mínútu fékk Fylkir sitt langbesta færi. Anna Björg Björnsdóttir lék laglega í gegnum vörn Valsmanna. Hún fékk nægan tíma til að athafna sig en lét verja frá sér úr upplögðu færi. Ekki var síðra færið sem Hallbera Guðný fékk í næstu sókn Vals en hún hitti ekki markið þegar hún var komin ein í gegn. Staðan því 2-0 í hálfleik en nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi þess síðari. Þar til á 57. mínútu að Hallbera Guðný fékk aftur boltann á vinstri kantinum, lék laglega á Tinnu Bergþórsdóttur, varnarmann Fylkis, og skoraði með laglegu skoti sitt annað mark í leiknum. En þá skyndilega vöknuðu heimamenn til lífsins og náði að klóra í bakkann með marki eftir laglega skyndisókn. Anna Björg hóf sóknina og gaf á varamanninn Kristrúnu Kristinsdóttur. Hún náði að leika á varnarmann Vals og skilaði boltanum aftur á Önnu sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Og hún var ekki hætt. Laufey Björnsdóttir átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Vals sem Anna Björg náði að elta uppi og senda boltann yfir Maríu Ágústsdóttur í marki Valsmanna. Skyndilega voru heimamenn búnir að koma sér inn í leikinn með tveimur mörkum á fimm mínútum. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin eftir þetta og voru mikið með boltann. En þeim gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Valur náði þar með að verja forskot sig og ná sér þar með í dýrmæt þrjú stig í toppbaráttu deildarinnar.Fylkir - Valur 2-3 0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (17.) 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (26.) 0-3 Hallbera Guðný Gísladóttir (57.) 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (61.) 2-3 Anna Björg Björnsdóttir (66.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 430. Dómari: Andri Vigfússon.Skot (á mark): 6-11 (3-4)Varin skot: Björk 1 - María Björg 1.Horn: 3-6Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 4-0Fylkir (4-4-2): Björk Björnsdóttir Tinna B. Bergþórsdóttir Ragna Björg Einarsdóttir Lidija Stojkanovic María Kristjánsdóttir Fjolla Shala (46. Kristrún Kristinsdóttir) Laufey Björnsdóttir Danka Podovac Anna Sigurðardóttir (77. Elsa Petra Björnsdóttir) Anna Björg Björnsdóttir Rúna Sif Stefánsdóttir (51. Ruth Þórðar Þórðardóttir)Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Katrín Jónsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Dóra María Lárusdóttir Helga Sjöfn Jóhannsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (72. Anna Garðarsdóttir) Rakel Logadóttir (87. Embla Sigríður Grétarsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (62. Guðný Petrína Þórðardóttir) Hallbera Guðný Gísladóttir Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19 Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir. Valur komst í 3-0 í leiknum með tveimur mörkum frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur og einu frá Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum en það snerist skyndilega við þegar um hálftími var til leiksloka. Þá skoraði Anna Björg Björnsdóttir tvö mörk á fimm mínútna kafla og kom Fylki inn í leikinn á ný. En nær komust Árbæingar ekki og töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar að Hallbera Guðný fékk boltann á vinstri kantinum. Hún gerði sig líklega til að gefa boltann fyrir en fann ekki samherja. Hún skaut því sjálf að markinu og Björk Björnsdóttir, markvörður Fylkis, missti boltann undir sig á nærstönginni. Tæpum tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda. Dagný Brynjarsdóttir tók sprett upp miðjan völlinn og átti laglegan samleik við Kristínu Ýri.Það lauk með því að Kristín átti glæsilegt skot að marki sem hafnaði í slánni og inn. Björk markvörður átti ekki möguleika. Fylkir komst varla í sókn fyrsta hálftímann og Valur var nálægt því að komast þremur mörkum yfir þegar að Dóra María Lárusdóttir átti hættulegt skot að marki úr aukaspyrnu. Boltinn fór hárfínt yfir mark heimamanna. En á 33. mínútu fékk Fylkir sitt langbesta færi. Anna Björg Björnsdóttir lék laglega í gegnum vörn Valsmanna. Hún fékk nægan tíma til að athafna sig en lét verja frá sér úr upplögðu færi. Ekki var síðra færið sem Hallbera Guðný fékk í næstu sókn Vals en hún hitti ekki markið þegar hún var komin ein í gegn. Staðan því 2-0 í hálfleik en nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi þess síðari. Þar til á 57. mínútu að Hallbera Guðný fékk aftur boltann á vinstri kantinum, lék laglega á Tinnu Bergþórsdóttur, varnarmann Fylkis, og skoraði með laglegu skoti sitt annað mark í leiknum. En þá skyndilega vöknuðu heimamenn til lífsins og náði að klóra í bakkann með marki eftir laglega skyndisókn. Anna Björg hóf sóknina og gaf á varamanninn Kristrúnu Kristinsdóttur. Hún náði að leika á varnarmann Vals og skilaði boltanum aftur á Önnu sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Og hún var ekki hætt. Laufey Björnsdóttir átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Vals sem Anna Björg náði að elta uppi og senda boltann yfir Maríu Ágústsdóttur í marki Valsmanna. Skyndilega voru heimamenn búnir að koma sér inn í leikinn með tveimur mörkum á fimm mínútum. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin eftir þetta og voru mikið með boltann. En þeim gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Valur náði þar með að verja forskot sig og ná sér þar með í dýrmæt þrjú stig í toppbaráttu deildarinnar.Fylkir - Valur 2-3 0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (17.) 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (26.) 0-3 Hallbera Guðný Gísladóttir (57.) 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (61.) 2-3 Anna Björg Björnsdóttir (66.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 430. Dómari: Andri Vigfússon.Skot (á mark): 6-11 (3-4)Varin skot: Björk 1 - María Björg 1.Horn: 3-6Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 4-0Fylkir (4-4-2): Björk Björnsdóttir Tinna B. Bergþórsdóttir Ragna Björg Einarsdóttir Lidija Stojkanovic María Kristjánsdóttir Fjolla Shala (46. Kristrún Kristinsdóttir) Laufey Björnsdóttir Danka Podovac Anna Sigurðardóttir (77. Elsa Petra Björnsdóttir) Anna Björg Björnsdóttir Rúna Sif Stefánsdóttir (51. Ruth Þórðar Þórðardóttir)Valur (4-3-3): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Katrín Jónsdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Dóra María Lárusdóttir Helga Sjöfn Jóhannsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir (72. Anna Garðarsdóttir) Rakel Logadóttir (87. Embla Sigríður Grétarsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (62. Guðný Petrína Þórðardóttir) Hallbera Guðný Gísladóttir
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19 Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Freyr: Gott að komast á toppinn Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 3. júní 2009 21:19
Anna Björg: Hrikalega svekkjandi Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2. 3. júní 2009 21:23