Umfjöllun: Breiðablik í úrslit bikarsins í fyrsta sinn síðan 1971 13. september 2009 15:00 Alfreð Finnbogason hefur skorað mikið fyrir Blika í sumar. Mynd/Anton Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6 Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn