Enski boltinn

Arsenal gæti misst Walcott fyrir lítið

Walcott varð þjóðhetja þegar hann skoraði þrennu gegn Króötum í fyrra
Walcott varð þjóðhetja þegar hann skoraði þrennu gegn Króötum í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að ungstirnið Theo Walcott færi frá Arsenal og félagið fengi lítið sem ekkert í staðinn. Þetta kemur fram í Daily Mirror í dag.

Walcott á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við félagið og litlu hefur miðað í viðræðum um nýjan samning fyrir hinn 19 ára gamla landsliðsmann.

Ef samningar nást ekki fljótlega gæti Arsenal átt á hættu að missa Walcott til einhverra af þeim fjölmörgu félögum sem sögð eru hafa áhuga á honum - og það fyrir aðeins um 400 þúsund pund.

Reglur FIFA segja að það félag sem myndi vilja kaupa Walcott þyrfti þá aðeins að reiða fram um 80,000 pund fyrir hvert ár sem Walcott hefði verið hjá Arsenal þegar samningur hans rennur út á næsta ári.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.