Íslenski boltinn

Þróttarar með styrktarleik fyrir Sigga Hallvarðs og fjölskyldu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður Hallvarðsson Þróttari.
Sigurður Hallvarðsson Þróttari.

Markahrókurinn og Þróttarinn Sigurður Hallvarðsson hefur átt við langvinn og erfið veikindi að stríða. Hann hefur þrisvar þurft að leggjast undir hnífinn þar sem hann var með illkynja heilaæxli.

Þessi raun er ekki án erfiðleika og er Sigurður lamaður vinstra megin á líkamanum í dag. Sökum veikindanna hefur Sigurður lítið getað stundað vinnu á árinu og mun ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð sér.

Það er því hart í ári hjá Sigurði og stórri fjölskyldu hans en alls eru fimm í heimili.

Hópur Þróttara hefur tekið höndum saman til þess að létta undir með Sigurði og fjölskyldu hans. Þessi hópur hefur ákveðið að vera með styrktarleik í knattspyrnu þar sem allur ágóði rennur til Sigurðar og fjölskyldu hans.

Leikurinn verður á milli meistaraflokks Þróttar og Stjörnuliðs Willums Þórs Þórssonar. Í því liði verða menn eins og Arnór Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Jón Ólafsson, Halldór Gylfason og margir fleiri.

Leikurinn fer fram á sunnudaginn klukkan 13.00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Aðgangseyrir er að eigin vali.

Þá hefur verið stofnaður reikningur fyrir þá sem vilja styðja Sigurð og fjölskyldu. Reikningsnúmerið er 324-13-720 og kennitalan 020163-2409.

Vinsamlega athugið að reikningurinn verður ekki virkur fyrr en í fyrramálið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×