Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:27 Eyjólfur Sverrsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/E.Stefán Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn