Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir 24. nóvember 2009 00:45 Mótmæli í Brussel Hópur mótmælenda kom saman fyrir utan byggingu leiðtogaráðs Evrópusambandsdins í Brussel í gær, með grímur nokkurra helstu leiðtoga sambandsins. Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira