Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2009 19:57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika í fyrri hálfleik. Mynd/Rósa Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira