Enski boltinn

Torres leitar sér aðstoðar á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard og Torres - báðir meiddir.
Gerrard og Torres - báðir meiddir. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres er farinn til Spánar þar sem hann er sagður ætla leita sér læknisaðstoðar vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að plaga hann að undanförnu.

Torres hefur verið að glíma við meiðsli í nára og hefur af þeim sökum ekki náð að beita sér fyllilega í leikjum Liverpool í haust.

Læknar Liverpool hafa reynt að leysa vandann en nú hefur Torres ákveðið að leita sér einnig læknisaðstoðar í Valencia á Spáni.

Margir leikmenn Liverpool hafa átt við meiðsli að stríða en orðrómur hefur verið á kreiki að bæði Steven Gerrard og Torres þurfi að gangast undir aðgerð til að fá bót meina sinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.