Grétar: Það er klassamunur á þessum liðum en það sást ekki í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2009 18:59 Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR. Mynd/Pjetur „Þetta eru mikil vonbrigði og hreinlega óásættanlegt," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik bikarsins. „Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðum megin en það súrasta við það er að þetta er leikur sem ætti ekki að fara þannig. Við ættum að vera með mikið mikið betra lið. Það er klassamunur á þessum liðum en það sást ekki í dag," sagði Grétar. „Þeir gerðu vel í því að sem þeir gera alltaf. Við vitum að þeir eru þéttir og þolinmóðir og reyna síðan að pota inn einu marki. Það gekk upp hjá þeim og það er klaufagangur hjá okkur að láta það gerast," sagði Grétar. „Mesta klúðrið hjá okkur var að ná ekki að setja inn mörk. það voru nokkrir vafasamir dómar inn í teig fannst mér en það er ekki það sem klúðrar leiknum heldur það við erum ekki að skapa okkur meira af opnum færum," segir Grétar sem var samt ekki ósáttur við leik liðsins fyrir utan bitleysið í sókninni. „Það var mikið í húfi og þetta var ekki þessi opni skemmtilegi leikur sem einhverjir bjuggust við. Menn vildu bara vinna og þannig taktík var spiluð," sagði Grétar. KR-ingar eiga enn smá von um að verða Íslandsmeistarar en FH-ingar þurfa þá að halda áfram að tapa sínum leikjum. „Meðan vonin lifir þá höldum við í hana en það er ekki verið að horfa á það. Við erum að horfa á það að klára okkar verkefni og svo sjáum við til," sagði Grétar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði og hreinlega óásættanlegt," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik bikarsins. „Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðum megin en það súrasta við það er að þetta er leikur sem ætti ekki að fara þannig. Við ættum að vera með mikið mikið betra lið. Það er klassamunur á þessum liðum en það sást ekki í dag," sagði Grétar. „Þeir gerðu vel í því að sem þeir gera alltaf. Við vitum að þeir eru þéttir og þolinmóðir og reyna síðan að pota inn einu marki. Það gekk upp hjá þeim og það er klaufagangur hjá okkur að láta það gerast," sagði Grétar. „Mesta klúðrið hjá okkur var að ná ekki að setja inn mörk. það voru nokkrir vafasamir dómar inn í teig fannst mér en það er ekki það sem klúðrar leiknum heldur það við erum ekki að skapa okkur meira af opnum færum," segir Grétar sem var samt ekki ósáttur við leik liðsins fyrir utan bitleysið í sókninni. „Það var mikið í húfi og þetta var ekki þessi opni skemmtilegi leikur sem einhverjir bjuggust við. Menn vildu bara vinna og þannig taktík var spiluð," sagði Grétar. KR-ingar eiga enn smá von um að verða Íslandsmeistarar en FH-ingar þurfa þá að halda áfram að tapa sínum leikjum. „Meðan vonin lifir þá höldum við í hana en það er ekki verið að horfa á það. Við erum að horfa á það að klára okkar verkefni og svo sjáum við til," sagði Grétar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira