KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk.
Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fyrsta mark KR-stúlkna á 6. mínútu og Hólmfríður Magnúsdóttir bætti öðru við á 9. mínútu. Þriðja mark KR-stúlkna, sem hafa átt nokkur stangar- og slárskot í fyrri hálfleiknum, var síðan sjálfsmark.