Erlent

Járnfrúnni hrakar

Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er orðin elliær og hrakar stöðugt, að því er dóttir hennar upplýsir í nýrri bók sem kemur út í dag.

Kaflar úr bókinni eru birtir í breska blaðinu Mail on Sunday. Carol Thatcher segir í bók sinni að hún hafi fyrst tekið eftir minnistapi móður sinnar fyrir átta árum - og að hún hafi þurft að segja henni mörgum sinnum að maður hennar væri látinn.

Thatcher, sem er 82 ára, getur nú varla haldið uppi samræðum - konan sem áður hafði einskonar lím-heila og mundi ótrúlegustu hluti og atburði í smáatriðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×