Erlent

Kosningum í Pakistan frestað til 18. febrúar

Kjörstjórn Pakistans tilkynnti rétt í þessu að þingkosningum sem halda átti á næsta þriðjudag verði frestað til 18. febrúar.

Leiðtogar allra helstu stjórnarandstöðuflokka landsins eru andvígir því. Kjörstjórn telur ómögulegt að halda þær í næstu viku vegna morðsins á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Landið hefði logað í átökum síðan þá.

Óttast margir að upp úr sjóði vegna ákvörðunar kjörstjórnar og fregna um að Bhutto hafi ætlað að birta skýrslu um yfirvofandi kosningasvik Musharrafs forseta daginn sem hún var myrt.

Talsmaður hennar segir að í skýrslunni komi fram að leyniþjónusta og kjörstjórn hafi átt að falsa kjörseðla og ógna kjósendum til að tryggja sigur stjórnarflokksins. Talsmaður forsetans vísar þessu alfarið á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×