Erlent

Nýju ári fagnað um allan heim

Nýju ári var fagnað með skoteldum víða um heim í nótt. Á Rauða torginu í Moskvu dönsuðu Rússar um með þjóðfána sinn. Orð Pútíns forseta í áramótaávarpi hans um hagvöxt og samheldni þjóðarinnar þeim hvatning.

Frakkar fögnuðu á Champs-Elysees og við Effel-turninn. Í Berlín var dansað og flugeldum skotið á loft við Brandenborgar hliðið. Í morgun var byrjað að hreinsa upp eftir fagnaðarlætin í þýsku höfuðborginni og búist við að hreinsunarstarf tæki minnst sólahring.

Í Lundúnum hlýddu gestir á klukkur Big Ben hringja nýtt ár inn.

Á Times-torgi í New York féll kristalskúlan fræga niður í hundraðasta sinn til marks um upphaf ársins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×