Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2008 11:45 Íslandsmeistarar Vals hafa misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli í þessum mánuði. Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira