Öruggur sigur á Færeyingum 16. mars 2008 18:01 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson. Íslenski boltinn Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira