Enski boltinn

Brynjar lék í tapi Reading

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.

Íslendingaliðið Reading er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Stoke í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr sinni spyrnu fyrir Reading í vítaspyrnukeppninni en það dugði þó ekki til. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading.

Brynjar var að leika sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í langan tíma en hann meiddist á æfingu í sumar. Hann fór af velli fyrir Gylfa í framlengingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×