Sextán ára systir Gunnars Heiðars valin í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2008 13:52 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli. Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.
Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira