Enski boltinn

Liverpool ætlar að bjóða í Ribery

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery, leikmaður Bayern München.
Franck Ribery, leikmaður Bayern München. Nordic Photos / Bongarts
Liverpool er sagt ætla að bjóða 20 milljónir punda í franska landsliðsmanninn Franck Ribery sem er á mála hjá Bayern München.Ribery verður í lykilhlutverki í landsliðið Frakka á EM í Austurríki og Sviss sem hefst um næstu helgi. Hann er 25 ára gamall og er oft líkt við þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.Ribery sló í gegn á HM 2006 í Þýskalandi en það kom mörgum á óvart þegar hann samdi við Bayern München.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.