Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 19:52 Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham og KR-ingur. Mynd/E. Stefán Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira