Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 19:52 Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham og KR-ingur. Mynd/E. Stefán Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira