Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 19:52 Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham og KR-ingur. Mynd/E. Stefán Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira