Erlent

Arnold ósáttur við Bush

Arnold er ósáttur.
Arnold er ósáttur.

Arnold Schwarzenegger, ríkiststjórinn litríki í Kalíforníu, ætlar að kæra stjórnvöld í Washington vegna þess að Kalífornía fékk ekki leyfi alríkisins til þess að setja lög sem draga eiga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórinn segir málið enn eina birtingarmyndina á því að yfirvöld í Bandaríkjunum neiti að horfast í augu við það vaxandi vandamál aukin hlýnun jöarðar er í raun og veru.

Bush forseti sagði hins vegar í gær að ástæða synjunarinnar væri sú að betra væri að setja reglur fyrir öll ríkin í Bandaríkjunum frekar en að hvert ríki fyrir sig ákveði hve miklu megi sleppa út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×