Erlent

Venesúelsk stjórnvöld fá þrjá gísla lausa

Chavez
Chavez

Ríkisstjórn Kólumbíu hefur samþykkt beiðni Hugos Chavez, forseta Venesúela, um að hleypa venesúelskum flugvélum inn í landhelgi Kólumbíu til þess að sækja gísla sem eru í haldi kólumbíska hryðjuverkahópsins Farc.

Hryðjuverkahópurinn hefur átt í stríði við kólumbísk stjórnvöld í fjóra áratugi og hefur fjörutíu gísla í haldi. Forystumenn hryðjuverkahópsins samþykktu nýlega kröfu Chavez um að láta þrjá gísla lausa, þar af eitt barn. Gíslarnir sem verða látnir lausir hafa verið í haldi hryðjuverkasamtakanna í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×