Erlent

Sjálfsvígsárás kostar 13 látna í Kabúl

Að minnsta kosti 13 fórust í sjálfsvísárás í Kabúl í Afganistan í nótt.

Árásarmaðurinn keyrði framhjá rútu og sprengdi sig í loft upp. Skotmark hans voru stjórnarhermenn á leið til búða sinna en og fórust sex þeirra. Hinir sjö sem fórust voru óbreyttir borgarar.

Hermenn stjórnarinnar í Kabúl sem og lögreglumenn í borginni hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum að undanförnu og er þetta þriðja sjálfsvígsárásin á síðustu átta dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×