Erlent

Dan Rather krefst skaðabóta frá CBS

Dan Rather.
Dan Rather. MYND/AFP

Bandaríski fréttaþulurinn Dan Rather hefur höfðað mál á hendur sjónvarpsstöðinni CBS fyrir samningsbrot. Krefst hann þess að stöðin greiði honum um 4,4 milljarða króna í skaðabætur.

Dan heldur því fram að CBS sjónvarpsstöðin hafi ekki látið hann fá eins marga útsendingartíma og um var samið í upphafi.

Dan Rather var aðalfréttaþulur CBS sjónvarpsstöðvarinnar í 24 ár. Hann lauk störfum sem fréttaþulur í mars árið 2005 og færði sig þá yfir í fréttskýringarþáttinn 60 mínútur. Þar sagði hann upp störfum í júní í fyrra þar sem hann fékk engin verkefni að eigin sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×