Erlent

Rændu gesti í jarðaför

MYND/Getty Images

Sorg breyttist í vantrú þegar gestir í jarðaför í Bandaríkjunum komust að því að brotist hafði verið inn í sex bíla á meðan athöfninni stóð. Bílarnir voru allir á bílastæðum kirkju í Vancouver í Washington. Samkvæmt bandarísku fréttastöðinni KPTV sögðu sumir gestanna að þeir teldu þjófa fylgjast með auglýsingum um jarðafarir í blöðum og á netinu.

„Svo virðist sem þeir hafi ráðist inn í fleiri bíla sem voru ekki frá Washington í þeirri von að ökumennirnir hefðu komið langa leið og geymdu meira dót í bílunum," sagði Sharon Garballo einn jarðarfarargestanna.

Hann sagði að kona sem hefði keyrt frá Kaliforníu hefði misst veski sitt með um 40 þúsund krónum í.

Einn gestanna tók eftir grunsamlegum manni fyrir jarðaförina, en sagðist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en eftir innbrotin.

Rannsókn er hafin en engar öryggismyndavélar eru við bílastæðin og lögreglan hefur engar vísbendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×