Erlent

Barnaræningjarnir komnir heim til Frakklands

Sex franskir hjálparstarfsmenn, sem dómstóll í Afríkuríkinu Tjad dæmdi í átta ára þrælkunarvinnu fyrir helgi, komu heim til Frakklands seint í gærkvöldi. Þar verður þeim gert að afplána dóm sinn samkvæmt gagnkvæmum framsalssamningi ríkjanna.

Fólkið var dæmt fyrir að hafa reynt að ræna rúmlega hundrað börnum og flytja þau úr landi með flugvél frá Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Börnin átti að ættleiða í Frakklandi en þau voru sögð munaðarlaus. Við nánari skoðun kom í ljós að flest áttu þau foreldra eða aðra nákomna ættingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×