Erlent

Vita hver myrti Bhutto

Baitullah Mehsud hryðjuverkamaður og meðlimur Al Qaeda.
Baitullah Mehsud hryðjuverkamaður og meðlimur Al Qaeda.

Al Qaeda hryðjuverkasamtökin stóðu að bak morðinu á Benazir Bhutto í gærmorgun að sögn stjórnvalda í Pakistan. Það var innanríkisráðuneyti landsins sem gaf þetta út í dag.

Bhutto sem er fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan og leiðtogi stjórnarandstöðu þar í landi var sem kunnugt er myrt í gærmorgun. Talið er að Baitullah Mehsud háttsettur foringi innan Al Qaeda hafi skipulagt morðið.

Pakistanska leyniþjónustan segist hafa hlerað skilaboð í morgun þar sem hann hrósar sínum mönnum fyrir vel heppnaða árás. Mikið var um óeirðir víða í Pakistan og er þjóðin nánast sem lömuð eftir voðaverkið.

Mehsud er eftirlýstasti hryðjuverkamaður í Pakistan og hans hefur lengi verið leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×