Erlent

Hamas heimta lausn 1400 fanga

Ehud Barak leiðir samningaviðræður fyrir hönd Ísraela
Ehud Barak leiðir samningaviðræður fyrir hönd Ísraela

Hamas-liðar neita að sleppa ísraelskum liðsforingja sem samtökin halda föngnum nema að Ísraelar sleppi tæplega 1400 palestínskum föngum. 350 þeirra afplána lífstíðardóma. Þetta kom fram í máli eins leiðtoga Hamas í dag.

Þessum kröfum var hafnað fyrir nokkrum mánuðum í þegar reynt var að semja um lausn ísraelska liðsforingjans Gilad Shalit sem Hamas-liðar handsömuðu í árás á landamærastöð á Gaza í júní.

Osama al-Muzaini, einn helst leiðtogi Hamas, segir að Shalit verði ekki látinn laus nema að lífstíðarfangar á borð við Marwan al-Baghouti, sem talinn er líklegur arftaki Mahmoud Abbas, verði látinn laus.

Samningaviðræður, leiddar af Egyptum, fóru út um þúfur þegar Hamas samtökin tóku völdin á Gaza í júní.

Ísraelski varnarmálaráðherrann, Ehud Barak, hitti forseta Egyptalands, Hosni Mubarak í dag til að finna nýjan flöt á viðræðum um lausn liðsforingjans Shalit. Þá hafa diplómatar frá þremur Evrópulöndum haft samband við Hamas í von um að koma á viðræðum.

Muzaini sagði hins vegar við fréttastofuna Reuters í dag að samtökin hyggist ekki hvika frá þeirri kröfu sinni um að 1400 föngum verði sleppt í stað Gilad Shalit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×