Erlent

Franskur fréttamaður látinn laus í Sómalíu

Gwen Le Gouil
Gwen Le Gouil

Hinn margverðlaunaðir franski fréttamaður, Gwen Le Gouil, var látinn laus í dag en honum var rænt í Puntland héraði í Sómalíu fyrir rúmri viku. Le Gouil, sem var rænt innan við 24 tímum eftir að hann kom til Puntland, var að vinna frétt um mansal.

Lögregla segir Le Gouil við góða heilsu og að ekkert lausnargjald hafi verið greitt en fram kom í fréttum skömmu að mannræningjar hans færu fram á rúmar fjórar milljónir króna í lausnargjald. Opinberir erindrekar og ættbálkaleiðtogar í Puntland héraði unnu að lausn Le Gouil sem kemst heim til Frakklands fljótlega.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×