Erlent

Annir hjá finnska jólasveininum

Finnski jólasveinninn í Rovaniemi hefur nóg að gera og nú hefur hann lesið samtals um 700 þúsund bréf frá börnum víðs vegar um heim.

Það er alltaf jólaveður í Lapplandi. Finnar hafa markaðssett Rovaniemi sem heimakynni jólasveinsins og sú áhersla hefur skilað árangri. Á hverju ári heimsækja 800 þúsund erlendir ferðamenn Rovaniemi og jólabréfin sem Jólasveinninn fær frá börnum heims námu 700 þúsundum í ár frá 150 löndum.

Finnar segja að heimilisfang sveinka sé nákvæmlega 66 gráður, 33 mínútur og sjö sekúndur norðlægrar breiddar - eða 16 hundruð kílómetra suður af Norðurpólnum og 12 kílómetra norður af bænum Rovaniemi.

Jólasveinninn hefur fengið aðstoðarmenn sína til að skrifa samtals um fimm tonn af bréfum til sautján landa á hverjum degi undanfarna daga. Eins gott að jólasveinninn kann mörg tungumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×