Erlent

Eldur í olíuleiðslu kostar 28 Nígeríumenn lífið

Fólk fylgist með þegar ríkisstarfsmaður sprautar sótthreinsiefnum á svæðið þar sem lík fólksins lá eftir brunann.
Fólk fylgist með þegar ríkisstarfsmaður sprautar sótthreinsiefnum á svæðið þar sem lík fólksins lá eftir brunann. MYND/AFP

Að minnsta kosti 28 létu lífið þegar eldur kom upp í olíuleiðslu í borginni Lagos í Nígeríu í gær. Leki hafði komið á leiðsluna og hafði fólk safnast saman til að setja olíu fötur þegar eldurinn braust út. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið og segja talsmenn Rauða krossins að allt að 45 lík hafi fundist.

Slys af þessu tagi eru algeng í Nígeríu en í fyrra létu 250 manns lífið þegar eldur kviknaði í olíuleiðslu í Lagos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×