Erlent

Krefst 11 ára þrælkunarvinnu hjálparstarfsmanna

Idriss Deby, forseti Chad, heimsækir börnin.
Idriss Deby, forseti Chad, heimsækir börnin.

Saksóknari í Afríkuríkinu Chad hefur krafist þess að sex franskir hjálparstarfsmenn sem sakaðir eru um að reyna ræna 103 börnum úr landi verði dæmdir í 11 ára þrælkunarvinnu. Réttarhöld yfir hjálparstarfsmönnunum hófust í síðustu viku en mennirnir voru handteknir í október.

Til stóð að flytja börnin með flugvél frá Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair en þau átti að ættleiða í Frakklandi og voru þau sögð munaðarleysingjar frá Súdan. Við nánari skoðun kom í ljós að flest áttu þau foreldra eða aðra nána ættingja í Chad. Mennirnir hafa allir neitað sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×