Erlent

Fjölmargra saknað eftir að brú hrundi í Nepal

Sex hið minnsta eru látnir og tuga ef ekki hundraða er saknað eftir að brú í afskekktu þorpi í Nepal, sem er um 320 kílómetra vestur af höfuðborginni Katmandú, gaf sig.

Íbúar í þorpinu Chhinchu voru á leið til hátíðar þegar brú yfir fljótið Bheri gaf sig og steyptist fólkið ofan í fljótið. Talið er að allt að 200 manns sé saknað eftir slysið og hafa bæði lögreglu- og hermenn verið sendir á vettvang til björgunaraðgerða. Ekki er vitað hvers vegna brúin hrundi en viðhaldi á brúm yfir ár í Himalaya-fjöllunum hefur verið ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×