Erlent

Flýja heimili sín vegna flóða

Um 175 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín á Sri Lanka sökum flóða.

Miklar rigningar eru í fjallahéruðum Sri Lanka og þær hafa valdið vatnselgi sem ryðst niður fjallaskörð og skorninga á þorp á láglendinu. Verst er ástandið í Batticaloa, þar sem um fjörtíu þúsund fjölskyldur urðu fyrir búsifjum. Batticaloa varð einnig illa úti í flóðbylgjunni miklu árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×