Erlent

Óskar þess að jólin hughreysti þá sem minna mega sína

Benedikt sextándi páfi blessaði þjóðir heims á fimmtíu tungumálum í hinni árlegu jólaræðu sinni við Péturstorgið í Róm nú skömmu fyrir hádegi.

Í ræðunni, sem er nefnd Urbi et orbi - eða til borgar og veraldar - sagðist Benedikt óska þess heitast að jólahátíðin hughreysti þá sem byggju við fátækt, óréttlæti og stríð.

Hann talaði um átök og óvissuástand í Darfúr í Sómalíu, Kongó, Eritreu, Eþíópíu, Líbanon, Palestínu, Afganistan, Pakistan, Sri Lanka og á Balkanskaga.

Í miðnæturmessu sinni í nótt sagði Páfi að maðurinn væri svo upptekinn af sjálfum sér - þyrfti svo mikið á öllu umhverfi sínu að halda fyrir sjálfan sig - að ekkert væri eftir fyrir aðra, náungann, hina fátæku eða fyrir guð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×