Erlent

Tyrkir gera loftárásir í Norður-Írak

Tyrkneskar orrustuþotur gerðu árás á skotmörk innan Íraks í morgun að sögn landamæraeftirlitsmanna í Írak.

Enginn mun hafa særst í árásunum en þeim mun hafa verið beint að fylgismönnum PKK, Verkamannaflokks Kúrda, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki, Kúrdistan.

Tyrkir hafa á undanförnum vikum gert árásir á skotmörk í Norður-Írak en þær aðgerðir njóta stuðnings Bandaríkjamanna sem hafa rýmt lofthelgina fyrir tyrknesku orrustuþoturnar. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig farið yfir landamæri Tyrklands og Íraks til þess að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda. Með því segjast Tyrkir vera að svara árásum aðskilnaðarsinnanna í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×