Erlent

Fangar sluppu af geðsjúkrahúsi í Hróarskeldu

MYND/Pjetur

Fangi, sem sloppið hafði úr haldi í Danmörku í nótt, beið ekki boðanna heldur rændi matvöruverslun um fjórum klukkustundum eftir að hann slapp.

Eftir því sem danski miðlar greina frá sluppu þrír fangar, sem staddir voru á Sankt Hans geðsjúkrahúsinu í Hróaskeldu, með því að hóta starfsfólki þar með borðfæti. Lögregla var hins vegar ekki látin vita fyrr en tæpum klukkutíma eftir atvikið og hófst þá leit að þeim.

Um fjórum klukkustundum eftir flóttann var tilkynnt um rán í 7 - Eleven verslun í Kaupmannahöfn og kom þá í ljós að einn fanganna hafði verið þar að verki. Hann hafði á brott með sér um 20 þúsund íslenskar krónur. Þremur kortérum síðar var hann gripinn á salerni á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn þar sem hann var að raka skegg sitt. Hann var þá fluttur aftur á geðsjúkrahúsið.

Lögreglan leitar enn hinna fanganna tveggja en segir enga ástæðu til að óttast þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×