Erlent

Shinawatra segist munu snúa aftur til Taílands

MYND/AP

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, segist munu snúa aftur heim eftir stórsigurs flokks hans í þingkosningum um helgina.

Flokkurinn fékk 233 þingsæti en þurfti fleiri en 240 til að hafa hreinan meirihluta á þingi. Yfirmenn hersins, sem steyptu Thaksin af stóli á síðasta ári, segjast ekki munu koma í veg fyrir eðlilega stjórnarmyndun.

Thaksin segist munu fara aftur til Taílands einhvern tíma í vor en hann á yfir höfði sér ákærur fyrir spillingu og kosningasvindl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×