Erlent

Mannskæð árás í Írak í morgun

Rúmlega tuttugu manns létu lífið í sjálfsvígsárás í bæ norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Að minnsta kosti 80 manns særðust.

Maður ók bíl að röð fólks sem beið eftir gasi og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Á þessum slóðum hafa súnníar gengið í lið með írösku stjórninni og bandaríska hernum gegn Al Kaída samtökunum í Írak. Undanfarið hefur dregið mjög úr árásum á óbreytta borgara í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×