Erlent

Endi bundinn á konungdæmið í Nepal

Endi verður bundinn á konungdæmið í Nepal, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda þar í landi. Með því fallast þau á eina aðalkröfu Maoista, sem hafa barist gegn stjórn landsins í ellefu ár í skærustríði sem hefur kostað 13 þúsund mannslíf. Samkvæmt samkomulagi deiluaðila verða kosningar til stjórnlagaþings á næsta ári og að þeim loknum verður konungdæmið lagt niður.

Konungurinn í Nepal hefur verið álitinn guð í mannsmynd, en sú staða hans varð fyrir miklu áfalli þegar Dipendra krónprins myrti föður sinn, móður og systkyni í æðiskasti fyrir sex árum. Frændi hans, Gyanendra, var skipaður konungur en hann hefur notið lítilla vinsælda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×