Erlent

Karimov líklega endurkjörinn í Úsbekistan

Fastlega er búist við að Islam Karimov forseti Úsbekistans verði endurkjörinn í forsetakosningum sem fara fram í dag. Hann hefur ríkt með harðri hendi í Úsbekistan í átján ár, frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur.

Fámennt lið eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fylgjast með kosningunum. Fréttamenn Reuters urðu vitni að því í morgun að einn maður greiddi atkvæði á þremur kjörstöðum.

Úsbekistan er sunnarlega í gömlu Sovétríkjunum, norður af Afganistan. Sextán milljónir manna eru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×